Lestur bóka er ekki einungis góð leið til þess að efla málþroska barna helgur einnig til þess að þróa stærðfræðiþekkingu þeirra. Bækur má til dæmis nota til þess að telja fjölda fugla, sögupersóna, trjá svo fátt eitt sé nefnt einnig má sjá og finna mynstur, form og ýmsar stærðir og lögun.

Á Bangsadeild leggjum við megin áherslu á tölurnar frá 1 uppí 5 og eru þær sýnilegar inná deildinni. Við æfum okkur því að telja uppí fimm.


Í Glaðheimum leggjum við mikla áherslu á samstarf milli heimilis og skóla slíkt samstarf þarf að byggjast á gagnkvæmum skilningi og virðingu fyrir viðhorfum og þekkingu. Á milli okkar er mikilvægt að ríki traust, við getum deilt sjónarmiðum og tekið sameiginlegar ákvarðanir er varðar einstök börn.

Starfsmenn leikskólans reyna að upplýsa foreldra um starf skólans, í gegnum tölvupósta og heimasíðu skólans og í daglegu spjalli við foreldra.

Sú vísa er aldrei of oft kveðin að samstarfs heimilis og skóla er mjög mikilvægt og nauðsynlegt er að foreldrar þekki það starf sem fram fer innan veggja skólans.

Í Glaðheimum leggjum við áherslu á námsefnið Lífsleikni í leikskóla þar sem lífsleiknin er kennd í gegnum dygðir og byggist á alhliða þroska barnsins. Einnig er byggt á færni til samskipta, tjáningar og bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Með því að fara í heimsóknir líkt og þessa sem við fórum í þá erum við að efla þá færni sem talið hefur verið upp hér á undan. Markmiðið með starfi okkar er að börnin læri að bera virðingu fyrir öðrum og að samkennd aukist – hvernig gerist það öðruvísi en að við förum, kynnumst fólki og upplifum?! Samvera í hóp eykur samkennd barna og eykur hæfni þeirra til tjáskipta og að koma fram fyrir framan fólk.

Svo má ekki gleyma því að eitt að leiðarljósum Glaðheima er að Bera virðingu fyrir öðrum – þar sem börn verða að gera sér grein fyrir litrófi og fjölbreytileika samfélagsins. Börnin eru því hvött til að þróa með sér vinsemd og virðingu fyrir öðru fólki og bakgrunni þess.


Í leikskólanum æfum við okkur að koma fram þegar við sjáum um vinastund. Á vinastund koma allar deildir leikskólans saman á sal ásamt starfsfólki og skiptast deildarnar á að sjá um skemmtiatriði á vinastundinni.


Velkomin á Bangsadeild. Á Bangsadeild verða í vetur 14 börn á aldrinum 1-2ja ára.

Deildarstjóri er Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir.

Aðrir starfsmenn eru; Kamila, Annika, Hildur og Emilía. Anna Margrét og Kristín Ósk eru í afleysingum.