Starfsmannafundur Bolungarvíkurkaupstaðar

09 Feb 2018

7. febrúar síðast liðinn lokaði leikskólinn klukkan 14:00 vegna starfsmannafundar. Þá komu allir starfsmenn Bolungarvíkurkaupstaðar saman í Félagsheimilinu á sameiginlegan fund.
Farið var meðal annars yfir fjárhags- og framkvæmdaráætlun bæjarins, niðurstöður starfsmannakönnunar, Katrín Sif Kristbjörnsdóttir, næringarfræðingur, var með erindi um heilbrigði en því niður féll erindi Sólveigar Norðfjörð niður vegna veðurs.

Það er gott að allir starfsmenn bæjarins geti komið saman á fundi líkt og þessum þar sem við erum öll heild.