Tannverndarvika

29 Jan 2018

Vikuna 29. janúar til 2. febrúar verður tannverndarvika í leikskólanum. Í hópastarfi, sögu- og söngstund munum við læra um góða tannhirðu. Hægt er að finna fullt af upplýsingum um tannhirðu barna á heimasíðu landlæknis, Tannvernd- Embætti landlæknis

Tannlækningar barna voru gerðar gjaldfrjálsar núna um áramótin, einungis þarf að borga 2500kr. komugjald einu sinni á ári.